Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Metfjöldi smita í Bretlandi og Danmörku

epa09643392 A shopper walks past a government Covid-19 booster campaign advertisement in London, Britain, 15 December 2021. The UK government has warned the public that the country is facing a 'tidal wave' of Omicron infections with currently sixty thousand infections a day. The UK Covid-19 booster rollout is aiming to jab some one million people a day to fight an Omicron wave.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tæplega 90 þúsund manns greindust smituð af kórónuveirunni í Bretlandi í gær og hafa aldrei verið fleiri. Þá var metfjöldi smita greindur í Danmörku, rétt tæplega tíu þúsund. Það er fjórði dagurinn í röð sem metfjöldi greinist.  Í Danmörku voru tæplega 3000 smituð af omikrón afbrigði veirunnar eða þriðjungur allra nýsmita. 88,376 Bretar greindust með veiruna sem er met annan daginn í röð.

Á Ítalíu greindust fleiri smit í meira en átta mánuði og þar hafa sóttvarnir verið efldar. Veiran breiðist út með miklum hraða víða um heim og í Suður-Kóreu ákváðu stjórnvöld að herða sóttvarnaraðgerðir að nýju vegna metfjölda smita.

Ræða samræmdar sóttvarnir

Leiðtogar Evrópusambandsins, sem sitja á fundi í Brussel, lögðu í dag áherslu á að örvunarsprautum yrði hraðað sem kostur væri. Leiðtogarnir ræða einnig samræmingu sóttvarnaraðgerða. Í Þýskalandi skortir milljónir bóluefnaskammta að sögn Karls Lauterbach, heilbrigðisráðherra.

 

 

bogia's picture
Bogi Ágústsson
Fréttastofa RÚV