Einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta Rússlandi, Sergei Tikhanovsky, var í morgun dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir að skipuleggja óeirðir og halda uppi andófi gegn forsetanum, Alexander Lukashenko.
Tikhanovsky ætlaði að skora forsetann á hólm í kosningum í fyrra en var þá handtekinn. Kona hans, Svetlana Tikhanovskaya, bauð sig fram gegn Lukashenko og lýsti yfir sigri. Hún ákvað í kjölfarið að yfirgefa Hvíta Rússland af ótta við verða fangelsuð. Eftir að dómur féll í morgun, eftir réttarhöld sem sögð voru sýndarréttarhöld, sagði Tikhanovskaya að hún væri þess fullviss að hún eiginmaður sinni yrði í fyllingu tímans leiðtogi Hvít Rússa.