Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Öldungadeild Bandaríkjaþings hækkar skuldaþakið

epa07885902 The US Capitol Building in Washington, DC, USA, 01 October 2019.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Meirihlutinn í Öldungadeild Bandaríkjaþings sem skipaður er Demókrötum samþykkti í dag að hækka skuldaþak ríkisins. Mjög hefur verið deilt um hvaða leiðir skuli fara að því.

Hækkunin sem nemur 2,5 milljónum milljóna Bandaríkjadala kemur í veg fyrir að greiðslufall verði á skuldum ríkisins. Jafnframt er áætlað að skuldaþakið dugi til ársins 2023. Líklegt þykir að þingmenn fulltrúadeildarinnar greiði atkvæði um málið síðar í nótt að íslenskum tíma. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV