
Jón Sigurðsson hættir sem forstjóri Össurar
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri til Kauphallarinnar. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Í tilkynningunni er Jóni þakkað fyrir ómetanlegt framlag sitt til fyrirtækisins af Niels Jacobsen, stjórnarformanni fyrirtækisins.
„Undir stjórn Jóns hefur Össur vaxið úr því að vera fjölskyldufyrirtæki með fimm milljón dala árlega innkomu og 40 starfsmenn í að vera leiðandi á sviði stoðtækjameð árlega veltu upp á 700 milljónir dala og 4.000 starfsmenn um allan heim.“ er haft eftir Niels.
Sveinn Sölvason hefur starfað hjá Össuri frá árinu 2009, þar af sem fjármálastjóri frá árinu 2013. Hann segist spenntur fyrir nýrri áskorun í starfi forstjóra og framkvæmdastjóra og að fyrirtækið sé vel í stakk búið við að aðstoða fólk með tæknilausnum og nýungum til að lifa lífinu án takmarkana. Við þessa tilfærslu hans í starfi verður leitað eftir nýjum fjármálastjóra.