Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Indverskir bændur hætta mótmælum

09.12.2021 - 17:31
epa09091630 Indian farmers wearing turbans and holding sticks take part in a farmers protest march to mark  Indian Bhagat Singh's martyrdom day at the Delhi Ghazipur Border in New Delhi, India, 23 March 2021. Bhagat Singh is considered to be one of the most famous revolutionaries of the Indian independence movement. Farmers gathered at the sealed New Delhi border points to hold protests against the government's new agricultural laws, asking they be repealed..  EPA-EFE/RAJAT GUPTA
 Mynd: EPA-EFE
Indverskir bændur hættu formlega í dag mótmælum gegn breytingum á lögum um landbúnað sem þeir segja að hafi fyrst og fremst komið stórfyrirtækjum í matvælageiranum til góða. Þúsundir bænda hafa haldið til utan við höfuðborgina Nýju Delhi síðan í fyrra til að andæfa áformunum.

Stjórnvöld tilkynntu í síðasta mánuði að þau ætluðu að afturkalla lögin. Skipuleggjendurnir mótmælanna féllust á að hætta aðgerðunum ef fallist yrði á nokkrar aðrar kröfur þeirra. Andófsmennirnir ætla að halda heim um helgina, eftir útför hershöfðingjans Bipins Rawats, sem lést í þyrluslysi í gær ásamt eiginkonu sinni og nokkrum hátt settum yfirmönnum í indverska hernum.

Um það bil þriðjungur Indverja hefur lífsviðurværi sitt af landbúnaði. Breytingar á lögum um starfsgreinina hafa löngum þótt pólitískt eldfimar á Indlandi.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV