Indverskir bændur hættu formlega í dag mótmælum gegn breytingum á lögum um landbúnað sem þeir segja að hafi fyrst og fremst komið stórfyrirtækjum í matvælageiranum til góða. Þúsundir bænda hafa haldið til utan við höfuðborgina Nýju Delhi síðan í fyrra til að andæfa áformunum.