Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Skotárás í suðurhluta Stokkhólms í kvöld

08.12.2021 - 22:37
http://www.dahlstroms.com
 Mynd: Hakan Dahlstrom - Flickr
Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar nú tildrög skotárásar sem gerð var í Huddinge, úthverfi í suðurhluta borgarinnar í kvöld. Tilkynning barst laust eftir klukkan níu um skothríð í þeim hluta hverfisins sem heitir Stuvsta.

Þegar lögregla kom á vettvang fann hún mann særðan skotsárum sitjandi í bifreið, sem hlaut þegar aðhlynningu sjúkraliða. Ekki liggur fyrir hve alvarlega særður maðurinn er að því er fram kemur í frétt sænska ríkisútvarpsins af atburðinum.

Lögregla hefur lokað svæðið af meðan rannsókn stendur yfir á vettvangi en nokkur fjöldi lögreglumanna með leitarhunda og þyrlusveit vinna að rannsókninni. Enginn hefur verið handtekinn en lögregla hyggst ræða við eins mörg vitni og mögulegt er svo komast megi á snoðir um hvað átti sér stað.