Hvorki herforingjastjórnin í Mjanmar né stjórn Talibana í Afganistan fá að skipa sína menn sem sendiherra þjóða sinna hjá Sameinuðu þjóðunum. Báðar stjórnir sendu formleg erindi þar að lútandi til samtakanna, og báðum var synjað af miklum meirihluta þeirra 193 ríkja, sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum.