Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Talibanar og herforingjar óvelkomnir

07.12.2021 - 02:55
epa09480829 Somalia?s President Mohamed Abdullahi Mohamed Farmajo is seen on a video screen as he addresses the 76th Session of the United Nations General Assembly remotely, in New York City, New York, USA, 21 September 2021.  EPA-EFE/Mary Altaffer / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP
Hvorki herforingjastjórnin í Mjanmar né stjórn Talibana í Afganistan fá að skipa sína menn sem sendiherra þjóða sinna hjá Sameinuðu þjóðunum. Báðar stjórnir sendu formleg erindi þar að lútandi til samtakanna, og báðum var synjað af miklum meirihluta þeirra 193 ríkja, sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum.

Þetta þýðir að núverandi sendiherrar Afganistans og Mjanmar sitja þar áfram sem fastast, þrátt fyrir að vera skipaðir af ríkisstjórnum sem talibanar í Afganistan og herforingjarnir í Mjanmar hafa steypt af stóli.