Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Lögregla varar við flughálku á höfuðborgarsvæðinu

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæ? - Facebook
Lögreglan varar við flughálku á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið. Ökutæki og starfsmenn borgarinnar sem sjá um söltun á götum borgarinnar eiga í erfiðleikum vegna mikillar hálku að því er fram kemur í tilkynningu.

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt í dag en vindhraðinn verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Það rignir eða snjóar með köflum í flestum landshlutum og hitinn verður um og yfir frostmarki.

Á morgun má búast við vestlægri áttt fimm til þrettán metrum á sekúndu á norðaverðu landinu og snjókomu með köflum. Hins vegar verður suðaustan þrír til tíu sunnantil og stöku él. Frost allt að fimm stig.
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV