Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fundu manninn sem lýst var eftir

06.12.2021 - 19:22
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 22 ára karlmanni en síðast er vitað um ferðir hans í Kuggavogi í Reykjavík um fjögurleytið í dag. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið notuð við leitina að manninum og flogið yfir íbúðahverfi í Reykjavík í kvöld.

Uppfært kl. 19:44: Maðurinn sem lýst var eftir er kominn í leitirnar.

Þórgnýr Einar Albertsson