Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fimm COVID-sjúklingar á gjörgæsludeild

Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Fimm sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með COVID-19, þar af eru fjórir í öndunarvél. Þetta kemur fram á vef spítalans. Alls eru 24 sjúklingar á Landspítala vegna COVID-19, tólf bólusettir og tólf óbólusettir. Meðalaldur sjúklinga er 65 ár.

1.372 sjúklingar, þar af 407 börn, eru í COVID göngudeild spítalans. Frá upphafi fjórðu bylgju hafa verið 215 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV