Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Minnisblað komið til ráðherra – bakslag á Patreksfirði

05.12.2021 - 12:23
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í gær um næstu skref innanlands, en núgildandi aðgerðir renna út á miðvikudaginn. Tillögurnar verða teknar fyrir á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum greindust 90 smit í gær, þaf af 80 innanlands og tíu á landamærunum. Tæplega helmingur var í sóttkví við greiningu. Um bráðabirgðatölur er að ræða eins og venjulega um helgar. 

Bakslag á Patreksfirði

Starfsmaður heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði greindist í gær. Stutt er síðan að hópsýking reið yfir þar.  Gylfi Ólafsson er forstjóri stofnunarinnar.

„Það var starfsmaður sem greindist smitaður. Það má segja að þetta séu leifar af hópsmitinu sem var fyrir 2 vikum síðan. Það eru 13 komnir í sóttkví þannig að starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði verður í lágmarki næstu vikuna allavega.“

En þetta er einskorðað við starfsemenninna, það eru ekki sjúklingar sem hafa annað hvort smitast eða þurft að fara í sóttkví? 

Þetta er einskorðað við starfsmenn og við erum með nógu mikið af starfsmönnum sem eru ekki útsettir þannig að allur rekstur á legudeildinni mun ganga áfram og svona allri brýnni þjónustu verður sinnt. Því sem er hægt að fresta verður frestað.“ segir Gylfi.

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RÚV