Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Tíu staðfest tilfelli af omíkron-afbrigðinu á Íslandi

04.12.2021 - 10:45
Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
Tíu einstaklingar hafa verið greindir með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á Íslandi, samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. Þar er tekið fram að smitrakning gangi vel.

110 smit greindust innanlands í gær, þar af voru tvö landamærasmit. Um bráðabirgðatölur eru að ræða eins og venjan er um helgar. Af þeim sem greindust voru 52 í sóttkví.

Nú eru 1.470 manns í einangrun og 1.888 í sóttkví á landinu öllu.