Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þýðingarmiklir tónleikar á dánarstund meistarans

Mynd: Menningin / RÚV

Þýðingarmiklir tónleikar á dánarstund meistarans

04.12.2021 - 14:00

Höfundar

Óperukórinn hefur síðustu ár haldið tónleika á dánarstund Wolfangs Amadeusar Mozarts. Vegna samkomutakmarkana í fyrra var ekki mögulegt að halda tónleikana en nú verður bætt úr því í beinni útsendingu á RÚV.

Óperukórinn í Reykjavík flytur Requiem eftir Mozart með einsöngvurum og hljómsveit undir stjórn Garðars Cortes í Langholtskirkju á laugardagskvöldið og fram yfir miðnætti. Yfirskrift tónleikanna er Mozart á miðnætti og verður verkið flutt á dánarstund tónskáldsins, upp úr miðnætti aðfaranótt 5. desember.

Óperukórinn í Reykjavík hefur á hverju ári frá 2004 flutt sálumessu Mozarts á dánarstund hans. Tónleikarnir eru helgaðir minningu meistarans og þeirra íslensku tónlistarmanna sem látist hafa frá síðasta flutningi verksins.

„Þessir tónleikar eru okkur mjög þýðingarmiklir, en í hljómsveitinni og kórnum er fólk sem kemur ár eftir ár til að búa þessa músík til og skapa þessa stund. Einnig áhorfendur sem koma aftur og aftur en þeim þykir notalegt að hefja aðventuna með því að hlýða á fagra tóna við kertaljós,“ segir Garðar Cortes, stjórnandi hljómsveitar og kórs.

Síðustu ár hefur Óperukórinn haldið tónleika á dánarstund Wolfangs Amadeusar Mozarts. Vegna samkomutakmarkana í fyrra var ekki mögulegt að halda tónleikana en nú verður bætt úr því í beinni útsendingu á RÚV. „Þessir tónleikar eru okkur mjög þýðingarmiklir, en í hljómsveitinni og kórnum er fólk sem kemur ár eftir ár til að búa þessa músík til og skapa þessa stund. Einnig áhorfendur sem koma aftur og aftur en þeim þykir notalegt að hefja aðventuna með því að hlýða á fagra tóna við kertaljós,“ segir Garðar Cortes, stjórnandi hljómsveitar og kórs.
 Mynd: Menningin - RÚV
Rætt var við Garðar Cortes í Menningunni á RÚV.

Sextíu og fimm manna kór og 25 hljóðfæraleikarar flytja sálumessuna ásamt einsöngvurunum Þóru Einarsdóttur, Sigríði Ósk Kristjánsdóttur, Benedikt Kristjánssyni og Kristni Sigmundssyni.

Bein útsending hefst á RÚV, klukkan 12:30, aðfaranótt sunnudagsins 5. desember.