Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þriðja skotárásin í Kaupmannahöfn á jafnmörgum dögum

04.12.2021 - 22:05
Mynd með færslu
 Mynd: Benjamin Ager Riis
Kaupmannahafnarlögreglan leitar nú manns sem grunaður er um aðild að skotárás á Friðriksbergi í kvöld. Sá sem fyrir árásinni varð liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi.

Lögreglan greinir frá því á Twitter að fjöldi lögreglumanna sé á svæðinu nærri Åboulevard 39 þar sem atvikið átti sér stað.

Árásin var gerð á kaffihúsi þar sem reyktar eru vatnspípur og að minnsta kosti sex voru á staðnum. Lögregla veit ekki enn hver fórnarlambið er að því er fram kemur í frétt danska ríkisútvarpsins.

Þetta er þriðja skotárásin í Kaupmannahöfn á jafnmörgum dögum, á fimmtudagskvöld var maður skotinn til bana á Norðurbrú og 17 ára drengur féll fyrir kúlum byssumanns í Rødovre í gær.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu er ungs, alskeggjaðs, dökkklædds manns leitað sem einnig bar svarta hanska og grímu. 

Fréttin var uppfærð klukkan 23:10.