Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn

epa09619096 Ukrainian serviceman check the situation at the positions on a front line near the Svetlodarsk, not far from pro-Russian militants controlled city of Horlivka, Donetsk area, Ukraine, 02 December 2021 (issued 03 December 2021). Ukrainian officials said Russia has amassed more than 90,000 troops along the Ukraine-Russian border but Moscow denies it is preparing an attack on Ukraine. US Secretary of State Blinken warned about serious consequences in case if Russia will start the conflict with Ukraine during Organization for Security and Co-operation in Europe (OSCE) foreign ministers meeting in Stockholm on 02 December 2021.  EPA-EFE/ANATOLII STEPANOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússar virðast vera að skipuleggja innrás í Úkraínu á fjórum vígstöðvum í einu. Allt að 175 þúsund vel vopnum og tækjum búnir rússneskir hermenn í 100 herfylkjum hafa komið sér fyrir við landamæri ríkjanna.

Rússnsesk yfirvöld þvertaka fyrir alla hernaðaruppbyggingu á svæðinu en Úkraínustjórn óttast að innrás sé fyrirhuguð þegar í næsta mánuði. Oleksiy Reznikov varnarmálaráðherra landsins segir líklegast að það geti orðið fyrir lok janúar.

AFP-fréttaveitan hefur eftir talsmanni bandaríska varnarmálaráðuneytisins að þarlend stjórnvöld séu afar uggandi yfir þróun mála á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst vera með áætlun í smíðum sem stemma eigi stigu við ætlun Rússa að ráðast inn í Úkraínu.

Tony Semelroth undirofursti segir Bandaríkjastjórn hvetja til þess að diplómatísk lausn verið fundin á átökum milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna varar Rússa við alvarlegum afleiðingum láti þeir til skarar skríða gegn Úkraínu. Til stendur að þeir Biden og Vladimír Pútín forseti Rússlands ræði saman um þá auknu spennu sem ríkir á svæðinu á fjarfundi á næstunni.