Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Leyfa áframhaldandi eftirlit í hafinu við Sómalíu

epa01856106 A handout picture released by Korea Navy shows South Korea's naval destroyer, the Munmu the Great, returning to its home port of Busan on 11 September 209 after finishing a six-month deployment to the Gulf of Aden to fight piracy. The
 Mynd: EPA
Fulltrúar allra þeirra fimmtán ríkja sem aðild eiga að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu í gær tillögu Bandaríkjamanna um að viðhalda áætlun sem veitir ríkjum heimild til að senda herskip inn í landhelgi Sómalíu til að verjast sjóræningjum.

Ályktunin var upphaflega samþykkt árið 2008 og hefur að mestu verið haldið uppi af evrópskum herskipum og eftirlitsflugvélum. Samþykkið nú gildir í þrjá mánuði en sómölsk stjórnvöld reyna hvað þau geta að ná yfirráðum eigin lögsögu. Ætlunin var að framlengja áætlunina um eitt ár.

Evrópuráðið hafði þegar framlengt ályktun öryggisráðsins til ársloka 2022. Fulltrúi Frakka í öryggisráðinu sagðist óttast að öryggistómarúm myndaðist vegna þess hve skammur fresturinn er.

Áætlun Evrópusambandsins og -ráðsins til varnar sjóræningjum þurfi lengri tíma til aðlögunar. Undanfarin fjögur ár hefur enginn orðið fyrir barðinu á sjóræningjum undan ströndum Sómalíu.

Það segir Abukar Dahir Osman sendifulltrúi Sómalíu hjá Sameinuðu þjóðunum nægileg rök fyrir því að láta af erlendri varðgæslu í hafinu umhverfis landið.