Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

„Viljum öll vita hvort Peng sé heil á húfi“

epa01773346 Shui Peng of China returns the ball to Agniesszka Radwanska of Poland during their second round match for the Wimbledon Championships at the All England Lawn Tennis Club, in London, Britain, 25 June 2009.  EPA/ANDY RAIN EDITORIAL USE ONLY/NO COMMERCIAL SALES
 Mynd: EPA

„Viljum öll vita hvort Peng sé heil á húfi“

02.12.2021 - 22:24
Rússneski tennismeistarinn Daniil Medvedev segir að engum úr tennishreyfingunni líði vel með að keppa í Kína, á meðan vafi leikur á öryggi tenniskonunnar Peng Shuai. Hann sagði ákall þeirra vera að fá fullvissu um að Peng sé heil á húfi.

Ekkert heyrðist frá tennisíþróttakonunni Peng Shuai í um tvær vikur, eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína, Zhang Gaoli, um nauðgun.

Síðan þá hafa borist óljósar fregnir af Peng, en síðast greindi Thomas Bach, formaður Alþjóða ólympíunefndindarinnar frá í yfirlýsingu að hafa rætt við Peng í myndsímtali í 30 mínútur. Þá eigi hún að hafa verið við góða heilsu.

Tennissamband kvenna hefur lýst yfir þau muni aflýsa öllum tennismótum sem eigi að fara fram í Kína, en Tennissamband karla komst ekki að sömu niðurstöðu. 

Daniil Medvedev segir þó að þetta gæti reynst mörgum erfitt í ljósi þess að enn leiki vafi á öryggi Peng. „Tennissambandið tók ákvörðun, en ég mun ekki áfellast neinn sem tekur aðra ákvörðun“ segir Medvedev. Þá segist hann sjálfur ætla að sjá hvernig málinu vindur fram, áður en hann á að spila á móti í Kína í haust.

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Enn áhyggjur af afdrifum Peng Shuai

Stjórnmál

Peng Shuai segist vera heil á húfi

Erlent

Bretar krefja Kínverja svara um að Peng sé óhult

Íþróttir

Myndskeið af horfinni tennisstjörnu skýtur upp kollinum