Ekkert heyrðist frá tennisíþróttakonunni Peng Shuai í um tvær vikur, eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína, Zhang Gaoli, um nauðgun.
Síðan þá hafa borist óljósar fregnir af Peng, en síðast greindi Thomas Bach, formaður Alþjóða ólympíunefndindarinnar frá í yfirlýsingu að hafa rætt við Peng í myndsímtali í 30 mínútur. Þá eigi hún að hafa verið við góða heilsu.
- Sjá einnig: Enn áhyggjur af afdrifum Peng Shuai
Tennissamband kvenna hefur lýst yfir þau muni aflýsa öllum tennismótum sem eigi að fara fram í Kína, en Tennissamband karla komst ekki að sömu niðurstöðu.
Daniil Medvedev segir þó að þetta gæti reynst mörgum erfitt í ljósi þess að enn leiki vafi á öryggi Peng. „Tennissambandið tók ákvörðun, en ég mun ekki áfellast neinn sem tekur aðra ákvörðun“ segir Medvedev. Þá segist hann sjálfur ætla að sjá hvernig málinu vindur fram, áður en hann á að spila á móti í Kína í haust.