Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hallafjárlög við sérstakar aðstæður

Mynd: Höskuldur Kári Schram / RÚV
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í faraldrinum hafa skilað hröðum efnahagsbata segir fjármálaráðherra  en stjórnarandstaðan segir hana segja pass með fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur saknar útfærslu á hvernig eigi að bæta afkomu ríkissjóðs. 

 

Varnir, vernd og viðspyrna urðu lykilhugtök í þeirri stefnu sem við mörkuðum strax og heimsfaraldur kórónuveirunnar dundi á í fyrra...Kaupmáttur hefur aukist mikið, hefur raunar aldrei verið meiri og gert er ráð fyrir kröftugum hagvexti á næstu árum. Það er gert ráð fyrir 5% hagvexti á næsta ári og að landsframleiðslan verði orðin meiri en fyrir faraldurinn

sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs í morgun. Aðgerðaleysi ríkisstjórnar vakti  Kristrúnu Frostadóttur þingmanni Samfylkingar spurn í upphafi umræðna um fjárlögin.    

Hvert er framlag ríkisstjórnarinnar og ráðherra inn í kjaraviðræður, inn í verðbólguna? Stærsti hluti verðbólgu í dag eru íbúðaverðshækkanir...Í staðinn fyrir að taka af skarið móta markaðina taka ábyrgð á stöðunni með aðgerðum í húsnæðismálum og raunverulegum viðbótum á barnabótum, draga þannig úr verðbólguþrýstingi til langs og skemmri tíma og veita þannig svigrúm til sóknar  svo við getum  hætt að reka samfélagið í stöðugu viðbragði er ákveðið að segja bara pass.  

En áður en Bjarni mælti fyrir frumvarpinu var þingmönnum stjórnarandstöðunnar mikið niðri fyrir þegar þeir ræddu um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar hefði sent frumvarpið út til umsagnar án þess að nefndin hefði sjálf komið saman. Bjarkey baðst afsökunar á því; hún hefði talið sig breyta þar í samræmi við hefð - nefndin gæti farið yfir málið á sínum fyrsta fundi og bætt við ef til þess þætti ástæða.

Sumir stjórnarandstöðuþingmannanna töldu þetta bera keim af yfirgangi ríkisstjórnarinnar gagnvart þinginu, vísuðu til þess að talningarklúður í Norðvesturkjördæmi hefði verið skýrt með venju og hefð og boðaði ekki gott um framhaldið. Tóku sumir sterkt til orða - þetta bæri vott um fautaskap og valdníðslu meirihlutans í garð minnihlutans. Þingið væri undir mikilli tímapressu að afgreiða fjárlög með hraði, það yrði að gerast lögum samkvæmt fyrir áramót og það hefði ekki verið ákvörðun stjórnarandstöðunnar að kjósa að hausti.

Katrín Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík segir að hafa verði í huga að fjárlögin séu lögð fram við sérstakar aðstæður. Fyrir COVID hafi staða ríkissjóðs verði góð en hallinn í fyrra var yfir hálfan milljarð og ekki sé hægt að halda lengi áfram með 170 milljarða halla eins og blasi við á næsta ári. Hún hefur varað við því að farið sé of hratt í að draga úr ríkisútgjöldum eftir kórónuveiruáfallið en þykir sem ekki sé nægilega gerð gerð grein fyrir því hvernig eigi að bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum. Sjálfvirkir sveiflujafnarar eigi að taka höggið. 

Inn: 02122021 AKJ Katrín 1 Sérstakar aðstæður, farið í gegnum erfitt tímabil. Góð staða fyrir COVID. Yfir 500 milljarða halli 2020-21. Í ár 170 milljarða halli. sjálfvirkir sveiflujafnar taka höggið. Eins og eftir hrun, skatttekjur taka við sér unnið út frá því ekki vitlaus saknar. stefnumótunar framundan ekki hægt að fara í 170 milljarða halla ekki útfært frekar afkomubætandi aðgerðir. má bæta við skuldir og ekkert að því að  taka frekari lán en saknar þess að sjá ekki meiri stefnumótun framundan.   um stefnuna hvert á að fara.  Það er samt vísað til þess líka að þetta byggist á fjármálaáætlun... þarf að horfa lengra fram í tímann Jú það eru lögin ekki útlistað hvernig afkomubætandi aðgerðir
Út: