Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Vísbendingar um að omíkron hafi verið í Evrópu fyrir

epaselect epa09612251 A health worker holds a vial of the Pfizer- BioNTech Comirnaty Covid-19 vaccine at a vaccination clinic in Colombo, Sri Lanka, 30 November 2021. Sri Lanka is currently using Pfizer-BioNTech, Oxford AstraZeneca, China's Sinopharm, Russian Sputnik V, and Moderna Covid -19 vaccines for the Vaccine rollout. The Sri Lankan government on 27 November imposed a travel ban on travelers from six southern African nations due to a new variant of the Covid-19 named Omicron.  EPA-EFE/CHAMILA KARUNARATHNE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ný gögn frá Hollandi benda til þess að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar var að finna í Evrópu áður en greint var frá fyrstu tilfellum smits af þess völdum í Suður-Afríku.

Hollenskir vísindamenn hafa greint omíkron-afbrigðið í sýnum sem tekin voru 19. og 23. nóvember síðastliðinn og annað þeirra var úr manneskju sem ekki hafði verið á faraldsfæti.

Þjóðverjar og Belgar hafa einnig greint frá tilfellum nýja afbrigðisins sem tekin voru fyrir 25. nóvember þegar greint var frá tilvist þess í Suður-Afríku.  

Sérfræðingar telja stökkbreytingar í afbrigðinu gera það meira smitandi og að að núverandi bóluefni veiti minni vörn gegn því.

Nokkrar vikur kunna þó að líða uns endanleg niðurstaða liggur fyrir um hversu vel bóluefni ráða við omíkron en bóluefnaframleiðendur Moderna, Pfizer og Sputnik V undirbúa nú framleiðslu efnis sem beint er sérstaklega gegn því.

Bandarískir heilbrigðissérfræðingar greiddu atkvæði með því í dag að veita leyfi fyrir covid-lyfi framleiðandans Merck en það er ætlað til meðhöndlunar fullorðins fólks í áhættuhópum. Lyfið hefur þegar fengið markaðsleyfi í Bretlandi.

Tugir ríkja hafa gripið til þess ráðs að banna ferðalög frá löndum í sunnanverðri Afríku en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast að þau viðbrögð letji ríki frá því að greina frá nýjum afbrigðum.