Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Gulu spjöldin urðu of mörg hjá Eiði Smára

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Gulu spjöldin urðu of mörg hjá Eiði Smára

01.12.2021 - 11:23
Fleiri en eitt atvik leiddu til þess að stjórn KSÍ ákvað að virkja ákvæði í ráðningarsamningi Eiðs Smára Guðjohnsen og semja við hann um starfslok. Þetta má lesa út úr fundargerð KSÍ sem birtist á vef sambandsins í dag. Ekki er hægt að sjá hvenær þessi atvik eiga að hafa átt sér stað. Formaður KSÍ hringdi í alla stjórnarmenn fyrir stjórnarfundinn til þess að ræða við þá um stöðu Eiðs Smára sem aðstoðarlandsliðsþjálfara.

KSÍ sendi frá sér tilkynningu í síðustu viku  um að Eiður Smári yrði ekki áfram aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, sagði við RÚV skömmu seinna að aðdragandinn hefði verið langur. Samkvæmt heimildum RÚV var atvik eftir leik Íslands og Norður-Makedóníu kornið sem fyllti mælinn en þar var áfengi haft um hönd. 

Í fundargerðinni er rifjað upp að Eiður Smári hafi verið áminntur í starfi síðastliðið sumar. Hann fór þá í tímabundið leyfi frá störfum vegna áfengisvanda síns.

Ekki er hægt að sjá á fundargerðinni að einhver í stjórninni hafi sett sig upp á móti þeirri ákvörðun að gera starfslokasamning við Eið Smára. 

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Vanda Sigurgeirs: Hann þarf að stjórna ferðinni sjálfur

Fótbolti

Ómar hjá KSÍ um Eið: „Klárt að aðdragandinn er langur“

Íþróttir

Eiður Smári hættur sem aðstoðarlandsliðsþjálfari