Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

12 tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir og 5 andlát

01.12.2021 - 18:30
epa09472293 Student Jasen Ortiz receives a dose of the Pfizer BioNTech COVID-19 vaccine at a vaccination clinic at California State University, Dominguez Hills in Carson, California, USA, 16 September 2021. Students age 12 and older in the Los Angeles public school system must be fully vaccinated against COVID-19 by 10 January 2022.  EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN
 Mynd: EPA
Lyfjastofnun hafa borist 185 tilkynningar um aukaverkanir eftir örvunarbólusetningu, þar af tólf alvarlegar.

Frá upphafi hafa stofnuninni alls borist hátt í sex þúsund tilkynningar um aukaverkanir eftir bólusetningu við covid, þar af 241 vegna gruns um alvarlegar aukaverkanir og 32 andlát. 

Þess ber að geta að tilkynningar til Lyfjastofnunar eru vegna gruns um aukaverkanir og ekki staðfest orsakasamband við bólusetninguna. 

Tilkynningum um röskun á tíðahring fjölgað

Samkvæmt svari frá Lyfjastofnun við fyrirspurn fréttastofu hafa í heild borist 935 tilkynningar um truflun á tíðahring og tíu sem varða fósturmiska, frá því byrjað var að bólusetja gegn veirunni.

Einungis 32 tilkynningar hafa borist vegna aukaverkana hjá börnum tólf til fimmtán ára.  

Tilkynntar aukaverkanir eftir örvunarbólusetningu eru svipuð einkenni og tilkynnt hafði verið um eftir fyrsta eða annan skammt bólusetningar. Tólf voru um alvarlegar aukaverkanir, sem þýðir lífshættulegt ástand eða sem leiðir til dauða, sjúkrahúsvistar, fötlunar eða fæðingargalla. Miðað við tölur yfir tilkynnt andlát eftir bólusetningu gætu fimm andlát verið eftir örvunarskammt. Fjögur andlát voru tilkynnt eftir bólusetningu í ágúst og eitt í október. 

Að svo komnu er ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn covid, segir á vef Lyfjastofnunar.