Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þrír í haldi eftir að grunsamlegur hlutur fannst í gámi

30.11.2021 - 15:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að grunsamlegur hlutur fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík í nótt. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoða lögregluna vegna málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem hyggst ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV