
Leita nýrra tekjuleiða fyrir vistvæna bíla
Slík gjaldheimta hefst ekki á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld þó standa frammi fyrir því að á sama tíma og þau beiti hvötum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum, þá fari tekjur af sölu bensíns og olíu hratt minnkandi. Því þurfi að smíða nýtt tekjulíkan. „Þar sem að fólk mun þurfa að greiða fyrir það að nota vegakerfið. Í dag greiðum við óbent í gegnum bensínið eða dísilinn fyrir að nota vegakerfið en þegar að sú aðferð eða tekjumódel rennur sitt skeið þá þarf eitthvað nýtt að taka við.
Stefnt verður að því að tekjur af nýju líkani verði sambærilegar því sem verið hefur undanfarin ár. Líklegt er að einhvers konar útgáfa af veggjöldum eða notkunargjöldum verði fyrir valinu. „Við viljum taka í gagnið nýjustu tækni, við viljum vera framsækin, við viljum helst verða fyrirmynd annarra ríkja í því hvernig á að gera þetta. Það standa öll ríki frammi fyrir þessu. Við viljum vera það ríki sem er fyrst til að koma með þessar nýjustu lausnir,“ segir Bjarni.