Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bjarni fær heimild til að skoða kaup á Hótel Sögu

30.11.2021 - 10:27
Mynd með færslu
 Mynd: Bændasamtök Íslands
Fjármálaráðherra leggur til í fjárlagafrumvarpinu að ráðuneytið fái heimild til að skoða kaup á Hótel Sögu. Húsnæðið gæti hentað til að koma starfsemi Menntavísindasviðs HÍ fyrir á háskólasvæðinu en sú deild er núna staðsett á tveimur stöðum; Stakkahlíð og Skipholti.

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að forsenda fyrir því að til álita kæmi að kaupa Hótel Sögu sé að eignin bjóðist á hagstæðum kjörum. Hótelið fór illa út úr kórónuveirufaraldrinum og því var lokað fyrir rúmu ári. 

Áætlað heildarumfang vegna kaupa á fasteignum er um 5 milljarðar og myndi muna þar mestu um kaupin á Hótel Sögu ef þau gengju eftir. 

Í fjárlagafrumvarpinu er að finna nýja heimild um að ganga til samninga um kaup á jörðinni Mið-Fossum í Borgarbyggð undir starfsemi Landbúnaðarháskólans.  Skólinn hefur leigt aðstöðu á jörðinni undanfarin ár.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV