Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ætla að bólusetja níu milljónir á þremur dögum

epa09610374 People under the senior citizens category receive their AstraZeneca (Vaxzevria) COVID-19 vaccine booster shot at a village center as part of a nationwide three-day inoculation drive targeting some nine million citizens, in Quezon City, Metro Manila, Philippines 29 November 2021. A health expert from the Philippine Genome Center has urged the public to get vaccinated for more protection during the pandemic, as concerns are growing following discovery of the new COVID-19 Omicron variant.  EPA-EFE/ROLEX DELA PENA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld á Filippseyjum setja markið hátt í nýjust bólusetningaráætlun sinni sem hrint var af stokkunum í gær. Markmiðið er að bólusetja allt að níu milljónir manns gegn COVID-19 á þremur dögum, frá mánudegi til miðvikudags. Á annað hundrað þúsund hermanna og sjálfboðaliða voru munstraðir til að gera þessa metnaðarfullu áætlun að veruleika.

Tilefnið er tilkoma hins nýja og bráðsmitandi omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Upphaflega var ætlunin að bólusetja 15 milljónir í átakinu en það þótti á endanum  óraunhæft markmið. Níu milljónir á þremur dögum er þó ekkert lítilræði í landi þar sem innviðir eru víða lélegir og borgarar tregir til að láta bólusetja sig.

„Þetta er stærsta, einstaka aðgerðin okkar til að flýta bólusetningu,“ sagði Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja þegar hann kynnti átakið utan við bólusetningarmiðstöð austur af höfuðborginni Manila á mánudag.

Um 160.000 hermenn og sjálfboðaliðar sjá um bólusetninguna á 8.000 stöðum í landinu. Náist markmiðið um þrjár milljónir bólusetninga á dag, þá er það nær fjórföldun á dagsmeðaltalinu í nóvember, sem hljóðar upp á 829.000 bólusetningar.