Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

115 smit innanlands og nýgengi lækkar

30.11.2021 - 11:07
Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
115 greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær og greindust 3 til viðbótar á landamærunum Nýgengi smita fer lækkandi og er nú nýgengi smita 501 á hverja hundrað þúsund íbúa.

1.541 eru í einangrun vegna veirunnar og 1.816 í sóttkví. 

Nítján sjúklingar liggja í dag inni á Landspítala vegna veirunnar sem er sami fjöldi og í gær. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.

Á Landspítala eru 48 starfsmenn fjarverandi vegna einangrunar eða sóttkvíar og 220 eru í vinnusóttkví.

Fréttin hefur verið uppfærð.