Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ragga Rix rappaði til sigurs í Rímnaflæði 2021

Mynd með færslu
 Mynd: Samfés

Ragga Rix rappaði til sigurs í Rímnaflæði 2021

29.11.2021 - 22:54

Höfundar

Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, sem gengur undir sviðsnafninu Ragga Rix, bar sigur úr býtum Rímnaflæðis í ár.

Ragga Rix er 13 ára og keppti fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Tróju með lagið Mætt til leiks. Þorsteinn Michael Guðbjargarson frá félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík varð í öðru sæti. George Ari Devos úr Gleðibankanum í Reykjavík var valinn efnilegasti rapparinn 2021.

Sjá má öll atriði Rímnaflæðis á vef UngRÚV. Þar á meðal siguratriði Ragnheiðar.

Þau Ragga Rix og George Ari fá að troða upp á SamFestingnum í Laugardalshöll föstudaginn 25. mars á næsta ári, og allir keppendur Rímnaflæðis fá tækifæri til að koma fram á Landsmóti Samfés, landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, á Hvolsvelli.