Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mynd af Trump hjónunum á jólatré í Hvíta húsinu

29.11.2021 - 16:44
epa09611023 A photo of former US President Donald Trump hangs from a Christmas tree in the State Dining Room during a press preview of the 2021 holiday decor at the White House in Washington, DC, USA, 29 November 2021. According to First Lady Jill Biden's office, the theme for the 2021 White House holiday season is 'Gifts from the Heart.' Approximately 6,000 feet of ribbon, over 300 candles, and over 10,000 ornaments were used this year to decorate the White House. There are also 41 Christmas trees throughout the White House.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE
Mynd af Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Melaniu, eiginkonu hans, hefur verið hengd á jólatré í borðstofu Hvíta hússins. Reyndar hanga þar einnig myndir af fleiri fyrrverandi forsetum, svo sem Obama, Bush, Reagan og Carter, ásamt eiginkonum þeirra.

 

Það var Jill Biden, eiginkona núverandi forseta, sem ákvað þetta. Á trénu eru yfir tíu þúsund skrautmunir, nokkur hundruð ljós og átján hundruð metrar af rauðum borðum. Jólatréð er eitt af 41 sem skreytt hafa verið í sölum Hvíta hússins.

Grunnt hefur verið á því góða milli Donalds Trumps og Joes Bidens frá forsetakosningunum fyrir ári. Trump heldur því enn þá fram að Biden hafi haft af honum sigurinn með svikum. Sem dæmi um ósættið er nefnt að Trump hjónin afþökkuðu teboð með Joe og Jill Biden eftir að þau fluttu í Hvíta húsið. Löng hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetahjón þiggi slíkt boð. 

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV