Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Magdalena Andersson kjörin forsætisráðherra

29.11.2021 - 10:55
epa09600249 Current Finance Minister and Social Democratic Party leader Magdalena Andersson arrives for a press conference after being appointed to new Prime Minister after a voting in the Swedish parliament Riksdagen, 24 November 2021. Andersson is the first ever Swedish female prime minister.  EPA-EFE/ERIK SIMANDER  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT
Sænska þingið samþykkti í dag að fela Magdalenu Andersson, formanni Jafnaðarmannaflokksins, embætti forsætisráðherra. Hún hlaut 101 atkvæði, 75 sátu hjá og 173 þingmenn borgaraflokkanna greiddu atkvæði á móti. Það dugði þar sem þar sem atkvæði stjórnarandstæðinga voru færri en hinna samanlagt.

Andersson verður 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrst kvenna til að gegna embættinu. Ríkisstjórnin verður formlega kynnt í fyrramálið. Hún hefur einungis eitt hundrað þingmenn Jafnaðarmanna á bak við sig. Það er minnsti þingstyrkur sem sænska stjórnin hefur frá árinu 1979 þegar Ola Ullsten myndaði stjórn með 39 þingmenn á bak við sig.

Þingmenn Umhverfisflokksins, Miðflokksins og Vinstri flokksins lýstu því yfir fyrirfram að þeir ætluðu að greiða Magdalenu Andersson atkvæði. Hið sama gerðu þeir í síðustu viku. Þá náði hún ekki að taka við embætti þar sem hún sagði af sér sjö klukkustundum síðar, þegar Umhverfisflokkurinn sleit stjórnarsamstarfinu.

Gert er ráð fyrir að hin nýja ríkisstjórn verði formlega kynnt klukkan hálf níu í fyrramálið að íslenskum tíma.

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV