Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skortir skýringar á mikilli uppstokkun í Stjórnarráði

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ástæður fyrir mikilli uppstokkun innan stjórnarráðsins eru enn óljósar, að sögn Evu Heiðu Önnudóttir, prófessors í Stjórnmálafræði.

„Þessar tilfærslur á málaflokkum milli ráðuneyta og ný ráðuneyti, á eftir að skýra betur. Afhverju er þetta betra fyrir stjórnarráðið?“ spyr Eva. Þá telur hún þurfa ríkar ástæður til þess að ráðast í svo miklar breytingar, og að útskýra þurfi þessar breytingar með sannfærandi hætti, til dæmis hvort það sé vegna breytinga á samfélaginu eða viðfangsefni stjórnmála og þá hvaða breytingar er átt við.

„Það verður að útskýra betur fyrir kjósendum afhverju tilfærsla þessra málaflokka sé“ segir Eva.

Tekur undir að tilhneiging sé til að slá erfiðum málum á frest

„Það liggur svolítið í hlutarins eðli að þegar eru svona ólíkir flokkar sem koma saman þá eru mál sem eru mjög umdeild. Til dæmis heilbrigðsmál og til hvaða aðgerða eigi að grípa í loftslagsmálum“ segir Eva. 

Þá segir hún að hvernig flokkarnir leysi þessi mál eigi eftir að koma betur í ljós. „Ég get auðvitað tekið undir að það er þessi tilhneiging til að fresta ákvörðun um þessa málaflokka.“