Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Segir einkenni nýja afbrigðisins mun mildari

epaselect epa09598483 A person is tested at the Eastside walk-in COVID-19 clinic in Kathrine, Northern Territory, Australia, 23 November 2021. A seven-day lockdown in the Northern Territory town of Katherine has been extended by 48 hours amid a COVID-19 outbreak among the Indigenous community.  EPA-EFE/KATHERINE MORROW AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Ísraelsmenn hafa ákveðið að banna útlendingum að koma til landsins vegna útbreiðslu ómikrón-afbrigðis COVID-19. Læknirinn sem uppgötvaði afbrigðið segir sjúkdómseinkennin mun vægari en í fyrri afbrigðum og því séu harðar aðgerðir ónauðsynlegar að sinni.

Helstu aðgerðir þjóðanna hingað til gegn hinu nýja afbrigði hafa aðallega falist í því að banna ferðalög frá sunnanverðri Afríku. Bretar gripu auk þess í gær til skimunarskyldu á alla sem koma þangað og grímuskyldu í verslunum og almenningssamgöngum, sem reyndar tekur ekki gildi fyrr en á þriðjudaginn.

Í gærkvöld tilkynnti Naftali Bennett forsætisráðherra Ísraels að erlendum ríkisborgurum verðu meinað að koma til landsins. „Við þurfum að viðhalda afreki Ísraelsríkis í baráttunni við Delta-afbrigðið, sem er opið og virkt ísraelskt samfélag. Og til þess þurfum við harðara eftirlit á landamærunum,“ sagði Bennett.

Í morgun var tilkynnt að afbrigðið hefði greinst í Ástralíu - í ferðamanni sem var að koma frá Suður-Afríku. 

Almenn afstaða vísindamanna og stjórnvalda hefur verið að rétt sé að grípa til harðra aðgerða strax meðan vísindamenn rannsaka afbrigðið betur. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa gagnrýnt þetta og Angelique Coetzee, suðurafríski læknirinn sem uppgötvaði þetta afbrigði fyrst, er á sama máli. Hún sagði í þættinum Andrew Marr Show á BBC í morgun að einkennin séu mun mildari en almennt gerist með COVID-sjúklinga - aðeins þreyta og mildur höfuðverkur - enginn hósti, hálsbólga eða áhrif á bragð- og lyktarskyn.

„Það hefur enginn af mínum sjúklingum verið lagður inn á sjúkrahús,“ sagði Coetzee sem starfar í Pretoríu. „Ég var í sambandi við starfsfélaga mína og þeir höfu sömu sögu að segja.“

Þegar Coetzee var spurð hvort Bretar væru að fara á taugum að óþörfu segir hún að líklega hafi afbrigðið verið í Bretlandi lengi, það hafi bara enginn tekið eftir því þar sem einkennin séu ekki dæmigerð fyrir Covid. „Eins og staðan er núna myndir ég klárlega svara þessari spurningu játandi. En kannski verður annað hljóð komið í strokkinn eftir tvær vikur.“