Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar

28.11.2021 - 12:33
Mynd: Þór Ægisson / RÚV
Formenn flokkana hafa tilkynnt hverjir sitji í ráðherrastólum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á komandi kjörtímabili.

Ráðherrar Vinstri Grænna

 • Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, verður áfram forsætisráðherra.
 • Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður félags- og vinnumarkaðsráðherra.
 • Svandís Svavarsdóttir verður ráðherra matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar.
Mynd: Þór Ægisson / RUV

Ráðherrar Sjálfstæðisflokks

 • Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram fjármálaráðherra.
 • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður utanríkisráðherra.
 • Guðlaugur Þór Þórðarson verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála.
 • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla.
 • Jón Gunnarsson verður dómsmálaráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við á miðju kjörtímabili. 
Mynd: Þór Ægisson / RÚV

Ráherrar Framsóknarflokks

 • Willum Þór Þórsson verður heilbrigðisráðherra.
 • Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, verður innviðaráðherra.
 • Lilja Alfreðdóttir verður viðskipta- og menningarmálaráðherra.
 • Ásmundur Einar Daðason verður skóla- og barnamálaráðherra.
Ólöf Rún Erlendsdóttir