Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Þungar refsingar fyrir að ógna heilbrigðisstarfsfólki

epa07285166 A Canadian flag flies at the Canadian embassy in Beijing, China, 15 January 2019. A Chinese court issued a death sentence to Robert Lloyd Schellenberg of Canada for drug smuggling. On 14 January 2019, following an appeal, a high court in Dalian city changed the man's previous 15 years in prison sentence for drug smuggling and sentenced him to death, saying his previous sentence was too lenient, according to media reports. The ruling comes during a diplomatic row between Canada and China after Canadian authorities arrested Meng Wanzhou, an executive for Chinese telecommunications firm Huawei, at the request of the USA.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: epa
Yfirvöld í Kanada hyggjast innleiða refsingar fyrir hótanir og ógnandi framkomu gagnvart heilbrigðisstarfsfólki að störfum. Dómsmálaráðherra landsins kynnti í gær frumvarp um breytingar á hegningarlögum þar sem meðal annars er kveðið á um þungar refsingar fyrir herská mótmæli við sjúkrahús og aðrar sjúkrastofnanir.

Tíu ára fangelsi fyrir að hóta heilbrigðisstarfsfólki

Margoft hefur verið efnt til harðra og óvæginna mótmæla við sjúkrahús og heilsugæslur þar sem bólusetning við COVID-19 fer fram. Í frumvarpi sem dómsmálaráðherrann David Lametti kynnti á föstudag er gert ráð fyrir allt að tíu ára fangelsisdómi yfir hverjum þeim, sem beitir heilbrigðisstarfsfólk hótunum eða hindrar það í að sinna starfi sínu.

Lametti sagði mótmælin gegn bólusetningu og sóttvarnaaðgerðum í yfirstandandi heimsfaraldri ekki hafa farið framhjá neinum. Síðast í þessari viku hafi komið til slíkra mótmæla sagði ráðherrann, sem talaði um „COVID-19-afneitara sem reyna að koma í veg fyrir að börn fái bóluefni sem geta bjargað lífi þeirra.“

Ráðherrann sagði það hvort tveggja „fyrirlitlegt og óásættanlegt“ að „hræða, angra, hindra eða hóta“ þeim sem vinna við það þjóðþrifaverk sem bólusetning er.

Vaxandi hatur í garð lækna og heilbrigðisstarfsfólks

Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hófst í Kanada á miðvikudag, eftir að heilbrigðisyfirvöld gáfu grænt ljós á notkum bóluefnis Pfizer/Biontech fyrir þann aldurshóp. Formaður kanadísku læknasamtakanna, Katherine Smart, segir að strax á síðasta ári hafi farið að bera á vaxandi hatri og ofbeldi gegn læknum og öðru heilbigðisstarfsfólki að störfum.