Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sjö heimilismenn smitaðir á Grund

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sjö heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík og fjórir starfsmenn hafa greinst með COVID-19. Þeir sem greindust eru allir á deild A2 og henni því verið lokað. Niðurstöður úr sýnatökum fleiri starfsmanna eru væntanlegar eftir helgi.

Flestir hinna smituðu hafa verið alveg einkennalaus, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einn heimilismaður er óbólusettur og hefur sá verið lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda.

Deildin verður lokuð á meðan enn er beðið eftir niðurstöðum úr sýnatökum. Smitrakning stendur enn yfir og ekki er ljóst hvernig smitið barst inn á hjúkrunarheimilið.