Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Reglur á landamærum hertar á morgun

27.11.2021 - 15:46
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Frá og með morgundeginum, sunnudeginum 28. nóvember, verður öllum sem koma til landsins og hafa dvalið meira en sólarhring síðastliðna fjórtán daga á skilgreindum hááhættusvæðum skylt að fara í PCR-próf við komuna til landsins og síðan í sóttkví sem lýkur með öðru prófi fimm dögum síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Til hááhættusvæða teljast Botsvana, Esvatíní, Lesótó, Mósambík, Namibía, Simbabve og Suður-Afríka. Reglurnar gilda um alla sem dvalið hafa þarna, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki eða með sögu um fyrri sýkingu af COVID-19. Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin þessum reglum.

Sóttvarnalæknir hvetur auk þess til þess í minnisblaði sínu að ferli um aukningu á gjörgæslurýmum á Landspítala verði hraðað sem mest og að auki verði ákvörðunum um kaup á lyfjum gegn COVID-19 hraðað sem mest.