Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

„Ég ætla ekki að ljúga, ég vildi bara rass­skella þig“

FILE - Bryson DeChambeau reacts to his putt on the 11th hole during a Ryder Cup singles match at Whistling Straits Golf Course on Sept. 26, 2021, in Sheboygan, Wis. DeChambeau is playing an exhibition match against Brooks Koepka on Nov. 27 in Las Vegas. (AP Photo/Jeff Roberson, File)
 Mynd: AP

„Ég ætla ekki að ljúga, ég vildi bara rass­skella þig“

27.11.2021 - 12:04
Brooks Koepka hafði betur gegn Bryson Dechambeau í holukeppni í góðgerðarkeppni í Las Vegas í nótt. Þeir hafa löngum eldað grátt silfur saman og Koepka var vægast sagt sáttur með sigurinn að keppni lokinni.

Það var töluvert fjallað um þá Keopka og Dechambeau á meðan Ryderbikarnum stóð í september. Þeir voru þar liðsfélagar í bandaríska liðinu en fjölmiðlar fjölluðu þá mikið um ágreininginn milli kylfinganna tveggja og hvaða áhrif hann hefði á liðsandann í Bandaríska liðinu. Dechambeau sagði þá í viðtali að ágreiningurinn hefði fremur verið búinn til í fjölmiðlum en þeirra á milli. Þeir lögðu ágreininginn til hliðar og bandaríska liðið vann Ryderinn örugglega. Í viðtali gaf Dechambeau einmitt til kynna að þeir tveir ættu eftir að bralla eitthvað saman í framhaldinu.

Í holukeppninni í nótt, sem verður hér eftir árlegur góðgerðarviðburður milli þeirra tveggja, var áætlað að leika 12 holur. Eftir að Koepka hafði hins vegar unnið fimm af níu ákvað Decahmbau að játa sig sigraðan á þeirri níundu eftir að hafa mistekist að ná þar fugli. Það virtist þó létt á milli þeirra félaganna að keppni lokinni. „Ég ætla ekki að ljúga, ég vildi bara rassskella þig,“ sagði Koepka við DeChambeau eftir sigurinn.