Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bauð flugvallargestum bóluefni sem hann þróaði sjálfur

27.11.2021 - 23:56
People with face mask to protect against the coronavirus walk through the city center with Christmas Markets in Luebeck, Germany, Saturday, Nov. 27, 2021. ( Markus Scholz/dpa via AP)
Frá jólamarkaðnum í Lübeck Mynd: AP
Lögregla í Lübeck í Þýskalandi var kölluð til á flugvelli borgarinnar á laugardag, þar sem eigandi flugvallarins bauð flugvallargestum bólusetningu gegn COVID-19 með bóluefni sem hann þróaði sjálfur.

Þegar lögregla kom á vettvang stóðu um 80 manns utan við flugvöllinn og um það bil 150 manns voru í biðröð eftir bólusetningu í brottfararsalnum.

Lübeck-flugvöllur er í eigu athafnamannsins Winfried Stöcker, sem tilkynnti í apríl í fyrra að hann og hans fólk væri byrjað að þróa bóluefni gegn COVID-19, og að hann hefði þegar reynt það á sjálfum sér. Bóluefnið hefur hins vegar aldrei hlotið viðurkenningu þar til bærra yfirvalda og því var bólusetningin með því skýrt brot á þýskum lyfjalögum.

Lögregla stöðvaði bólusetninguna og lagði hald á bóluefni, notaðar sprautur og tæmd lyfjahylki, ásamt listum yfir það fólk sem þegar var búið að bólusetja með efninu. Samkvæmt lögreglu voru það um 50 manns.