Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

19 pílagrímar fórust í rútuslysi í Mexíkó

27.11.2021 - 05:46
epaselect epa09605839 Rescuers and authorities work in the area of the accident in Joquicingo, municipality of Manilalco, in the State of Mexico, Mexico, 26 November 2021. A passenger bus crashed into a home on 26 November in the municipality of Joquicingo, in the central State of Mexico, adjacent to the Mexican capital, leaving 19 dead and about twenty injured, according to preliminary reports.  EPA-EFE/Madla Hartz
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Minnst nítján fórust í rútuslysi suðvestur af Mexíkóborg í gærkvöld. Rútunni var ekið á íbúðarhús í smábænum San Jose El Guarda, um fimmtíu kílómetra suður af höfuðborginni. Haft er eftir lögreglu að bremsur rútunnar hafi gefið sig, með þessum afleiðingum. Farþegar rútunnar voru pílagrímar á leið frá Michoacan-ríki í vesturhluta Mexíkós til Chalma í Mexíkóríki, eins helgasta pílagrímsstaðar landsins.

Samkvæmt upplýsingum yfirvalda voru nokkur börn á meðal slasaðra og látinna. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV