Ungir og efnilegir rapparar eigast við í kosningu

Mynd með færslu
 Mynd: UngRÚV - RÚV

Ungir og efnilegir rapparar eigast við í kosningu

26.11.2021 - 13:50

Höfundar

Rímnaflæði fer fram á vef UngRÚV í ár, þar sem kosið verður um unga og efnilega rappara.

Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins, lætur ekki samkomutakmarkanir stöðva sig í ár. Keppnin fer fram á netinu þar sem efnilegasti rapparinn verður valinn í kosningu. Atriði keppenda verða aðgengileg á vef UngRÚV í dag, 26. nóvember, og hefst netkosning klukkan 20.

Rímnaflæði hefur verið stökkpallur ungra og efnilegra rappara úr félagsmiðstöðvum víðs vegar á landinu, síðan keppnin hófst árið 1999. Keppendur í Rímnaflæði eru á aldrinum 13-16 ára og er skilyrði að textar séu samdir af keppendum, en ekki er gerð krafa um að taktar og lög séu frumsamin.

Átta keppendur eru skráðir til leiks í ár: 

  • Ragga RIX úr félagsmiðstöðinni Tróju á Akureyri með lagið Mætt til leiks.
  • Björgvin Svan Mánason úr félagsmiðstöðinni Skjálftaskjóli í Hveragerði með lagið Sur Darwin.
  • Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlunni í Kópavogi með lagið Flóið.
  • Kzoba eða George Ari Devos úr félagsmiðstöðinni Gleðibankanum í Reykjavík með lagið Lemonade.
  • Lára Jóhannsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hundrað og ellefu í Reykjavík með lagið On Fleek.
  • Elías Joaquinn Burgos (E-Jey) úr félagsmiðstöðinni Buskanum í Reykjavík með lagið Eftir okkur.
  • Þorsteinn Michael Guðbjargarson úr félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík með lagið Lil Stony.
  • Þórir Snær Sigurðsson úr félagsmiðstöðinni Buskanum í Reykjavík með lagið  Fourteen.

Sigurvegari Rímnaflæðis 2020 var Jónas Víkingur Árnason frá félagsmiðstöðinni Hundraðogeinn.

Mynd: UngRÚV / RÚV