Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Um það bil sjö prósent Íslendinga reykja

26.11.2021 - 06:33
epa00837221 A man enjoys a cigarette while drinking a coffee in a street cafe, in this typical Parisian scene in Paris on Monday, 09 October 2006. France will ban smoking in most public places from 01 January 2007 and in bars, restaurants and hotels a
 Mynd: EPA
Um það bil sjö prósent landsmanna reykja sem er næstlægsta hlutfall í Evrópu. Svíar einir reykja minna en Íslendingar en þar er snúsnotkun algeng. Undanfarna áratugi hafa reykingar snarminnkað á Íslandi.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en fyrir hálfri öld reykti helmingur landsmanna og fyrir þrjátíu árum mátti rekja þriðjung dauðsfalla til reykinga beint.

Haft er eftir Hafsteini Viðari Jenssyni verkefnisstjóra tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis að nýliðun sé lág þegar kemur að reykingum og að svo til reyklausar kynslóðir séu að koma upp.

Um það bil 30 af hundraði ungmenna á aldrinum 18 til 24 nota nikótínpúða, svipað hlutfall meðal karla og kvenna. Sala á neftóbaki hefur hrunið eftir mikla aukningu fyrir nokkrum árum og um það bil fjögur prósent virðast nota rafrettur.