Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Stephen Sondheim látinn

26.11.2021 - 22:42
epa05040531 US composer Stephen Sondheim (L) is awarded the Presidential Medal of Freedom by US President Barack Obama (R) during a ceremony in the East Room of the White House, in Washington, DC, USA, 24 November 2015. Obama awarded seventeen recipients the Presidential Medal of Freedom, the nation's highest civilian honor.  EPA/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA
Stephen Sondheim, bandaríska söngleikjaskáldið, er látinn. Þetta staðfesti lögmaður hans við The New York Times.

Sondheim var 91 árs og lést á heimili sínu í Connecticut. Hann var einna þekktastur fyrir tónlist sína og texta í söngleikjum á borð við West Side Story, Sweeney Todd og Gypsy. 

Þá samdi hann einnig tónlist fyrir kvikmyndir, meðal annars Stavisky og Dick Tracy. Hann vann óskarsverðlaun árið 1991 fyrir lagið Sooner or Later úr síðarnefndu myndinni. Leikhópar úr sex sýningum sem hann samdi tónlist fyrir unnu grammyverðlaun á sínum tíma.

Þórgnýr Einar Albertsson