Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

„Með löggjafa sem ákvað að gera lögbrot að sínum“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segir þá ákvörðun Alþingis vera vonbrigði að láta seinni talningu í þingkosningunum standa. Hún segir málið snúast um hvort hægt sé að treysta niðurstöðum kosninga og sem ekki sé hægt að gera að þessu sinni.

Þetta kemur fram í samtali við Lenyu Rún á mbl.is. Alþingismenn staðfestu í gærkvöld kjörbréf allra þingmanna og varaþingmanna. Tillögur um að staðfesta öll kjörbréf nema í Norðvesturkjördæmi var felld og sömuleiðis tillaga um að ógilda kosningarnar á landinu öllu. 

„Hér erum við með lög­gjafa sem ákvað að gera lög­brot að sín­um og leggja bless­un sína á niður­stöðu sem við vit­um ekk­ert hvort að sé rétt,“ segir Lenya sem kveðst ekki trúa öðru en Mannréttindadómstóll Evrópu ávíti Ísland vegna málsins.

Frambjóðendur hafi gefið til kynna að þeir hyggist skjóta málinu þangað. Lenya Rún kveðst fegin að óvissunni sé lokið hvað hana snertir en að áríðandi sé að gera breytingar á stjórnarskránni.

„Ef þetta mál sýn­ir okk­ur eitt­hvað þá er það hvað stjórn­ar­skrá­in okk­ar er úr­elt, þá sér­stak­lega 46. gr. Ef þingið get­ur ekki samþykkt nýja stjórn­ar­skrá í heild sinni þá má það að minnsta kosti byrja á að breyta þessu ákvæði,“ seg­ir hún.

Í 46. grein laganna er tilgreint að Alþingi skeri sjálft úr um hvort þingmenn séu löglega kosnir.

Alþingi sker sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi.

Fréttin hefur verið uppfærð