Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 við Vatnafjöll

26.11.2021 - 04:07
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RUV
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð þegar klukkan var rúmlega stundarfjórðung gengin í fjögur í nótt við Vatnafjöll á sömu slóðum og skjálfti af stærðinni 5,2 varð 11. nóvember síðastliðinn.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkur skjálftavirkni hafi verið þar um slóðir síðan þá. Skjálftinn í nótt er annar stærsti eftirskjálftinn. Veðurstofunni hefur ekki borist tilkynning um að skjálftinn hafi fundist.

Vatnafjöll eru 40 km langt og níu kílómetra breitt gossprungubelti suðaustan við Heklu, þar gaus síðast fyrir 1200 árum. Suðurlandsbrotabeltið teygir sig inn á þetta svæði. 

Að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er lítið hægt að lesa í skjálftann annað en að hann er hluti af eftirskjálftum frá 11. nóvember síðastliðnum.

Skjálftinn er metinn sem hluti af jarðskorpuhreyfingum á Suðurlandi frekar en að hann tengist væntanlegum eldsumbrotum.
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV