Mynd: EPA-EFE - BelTA

Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.
Írakar sækja flóttafólk að landamærum Evrópusambandsins
26.11.2021 - 02:09
Deilur og stríð · Erlent · Evrópusambandið · Flóttamenn · Írak · Kúrdar · Mannréttindi · milliríkjadeilur · Pólland · Stjórnmál
Stjórnvöld í Írak senda tvær flugvélar til að sækja flóttamenn sem eru í sjálfheldu á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands. Önnur hefur þegar lent í Írak með nokkurn fjölda innanborðs. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu samgöngu- og utanríkisráðherra Íraks.
Ætlun Íraka er að flytja 617 flóttamenn til Íraks en fyrri flugvélin lenti í Arbil höfuðstað Kúrda í landinu skömmu eftir miðnættið. Þúsundir flótta- og förufólks, flest Kúrdar frá Írak, hefur reynt að komast til Evrópusambandsríkja síðan í ágúst í gegnum Hvíta-Rússland.
Yfirvöld í nágrannaríkjunum, Póllandi, Litháen og Lettlandi, hafa sakað Hvítrússa um að lofa fólkinu auðvelda leið til sambandsins en hrekja það síðan að landamærunum þar sem það býr við mjög erfiðar aðstæður.
Mannréttindasamtökin Mannréttindavaktin gagnrýna framgöngu Pólverja og Hvítrússa í málinu harðlega og segja í nýrri skýrslu að mannréttindi séu brotin á flóttafólkinu.