Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Hafa haldið íslenskum körlum herralegum í aldarfjórðung

Mynd: Menningin / RÚV

Hafa haldið íslenskum körlum herralegum í aldarfjórðung

26.11.2021 - 14:41

Höfundar

Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar er 25 ára í dag. Hún hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt helsta vígi íslenskra skartmenna af gamla skólanum.

Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar var stofnuð árið 1996, fyrst til húsa á Hverfisgötu en færði sig síðar upp á Skólavörðustíg. Eigendurnir tveir, Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, höfðu litla sem enga reynslu af verslunarrekstri, Skjöldur var matreiðslumaður en Kormákur trommuleikari.  

„Við sátum heima hjá okkur, bjuggum í sama húsi á sitthvorri hæðinni, með sitthvorri konunni sem betur fer, og vorum að fá okkur aðeins. „Við erum mjög hugmyndaríkir þegar við drekkum og fengum þá hugmynd að það vantaði verslun fyrir notuð föt fyrir karla. Þær spúsur okkar fengu hláturskast og sögðu: þið eruð með svo margar hugmyndir en svo gerið þið ekki neitt. Við fyrrtumst eitthvað við og ákváðum kýla á þetta. Af því að við mundum hugmyndina daginn eftir.“ 

Verslunin skar sig strax úr með afgerandi stíl í anda bresku yfirstéttarinnar og vakti athygli fyrir metnaðarfullar herrafatasýningar, sem þjóðþekkt andlit og fastakúnnar tóku þátt í. 

„Þegar við vorum upp á Skólavörðustíg var þetta „hangout“, það myndaðist þarna stór hópur í kringum okkur sem hefur haldist að miklu leyti.“ 

Búðin lá í dvala um skeið meðan félagarnir einbeittu sér að rekstri Ölstofunnar. Þeir einhentu sér þó aftur í fatabransann þegar þeir keyptu verslunina Bertie Wooster á Englandi og opnuðu fatabúðina í Kjörgarði. Þeir segjast hins vegar náð til meginstraumsins þegar þeir byrjuðu að framleiða föt sjálfir. 

„Aðrar þjóðir, eins og Englendingar, jakkar frá þeim eru svo ermastuttir miðað við hvað við erum með langar hendur. Það varð alltaf erfiðara að selja notuð föt og þess vegna hættum við um tíma. En þegar við fórum að framleiða sjálfir þá voru það fötin sem okkur langaði að fá að utan en fundum ekki. Við erum að búa til það sem er ekki til. Um að það bil 70 prósent af því sem er hér er okkar hönnun og framleiðsla.“ 

Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, segir að Kormákur og Skjöldur hafi tekist að gera íslenska karlmenn að herramönnum. 

„Þeir eru með vönduð efni, ull, tweed, vax, sem hentar íslensku veðurfari vel. Strax frá upphafi hafa þeir verið með mjög sterka rödd. Að vera eins og klipptur úr Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar er stundum sagt, og maður veit strax hvað verið er að tala um.“ 

Álfrún bendir á dægurmenningin hafi gefið Kormáki og Skildi byr í seglin. Vinsælir sjónvarpsþættir á borð við Downtown Abbey, The Crown og Peaky Blinders hafi hjálpað til við að endurnýja og fjölga í kúnnahópnum. 

„Þeir eru búnir að búa til þarna í kjallaranum ákveðna upplifun, það er heill heimur sem maður labbar inn í. Þar eru afgreiðslupiltarnir mjög léttir en með fagmennsku í fyrirrúmi. Ég held að það sé lykillinn að því að búa til góðan og trúan fastakúnnahóp.“ 

Sjálfir þakka þeir starfsfólkinu, sem liggur í tískublöðunum og leggur línurnar, að þeir tolla enn í tísku.

„Við erum gömlu karlarnir en við þurfum stundum að sparka í rassgatið á ungu strákunum þegar þeir eru of miklir galgopar.“

Kormákur og Skjöldur eru enn að færa út kvíarnar. Þeir hafa látið þróa, hanna og framleiða íslenskt tweed og stefna á að opna nýja verslun í Hveragerði áður en árið er úti. Þeir segja að það hafi alls ekki verið sjálfgefið að upphaflega hugmyndin myndi vinda svona upp á sig. 

„Nei nei. En þetta er það sem okkur finnst skemmtilegast, að drekka góðan bjór og eiga falleg föt. Þetta er draumur hvers manns, að eignast þetta. Ég vil ekkert mikið meira.“ 

Spjallað var við Kormák og Skjöld í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan. 

Herrafataverzlunin lá í dvala um skeið og þeir félagar skenktu ölið á Ölstofunni. Þá hefur samband vinur þeirra, Kjartan Sveinsson í Sigur Rós, sem þá bjó í gömlu draumaverksmiðju þeirra félaga á Lindargötunni. 
 
„Í gegnum viðskiptin höfðum við kynnst herrafataverslun í London sem við urðum mjög hrifnir af. Hún hét Bertie Wooster og bauð upp á ekta ensk herramannaföt úr miklum gæðaefnum og var að auki skemmtilega 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Varð óvart poppstjarna á fimmtugsaldri