Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í kvöld eftir því að ríki heims felli úr gildi einkaleyfi á bóluefni gegn Covid-19 vegna nýs omicron-afbrigðis veirunnar sem greindist fyrst í Suður-Afríku.
„Fregnir af þessu nýja afbrigði sýna okkur að faraldrinum mun ekki ljúka fyrr en heimsbyggðin er bólusett,“ sagði Biden á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Nýja afbrigðið sýndi fram á mikilvægi þess að afnema einkaleyfi í snatri.
Meira smitandi
Afbrigðið er talið meira smitandi og kemst fram hjá ónæmisvörnum, að mati vísindamanna.
Það hefur nú þegar greinst í Evrópu og hefur Evrópusambandið bannað ferðalög þangað frá sunnanverðri Afríku þar til áhrif afbrigðisins verða ljós.