Ástralía: Flugmaður talinn hafa myrt tjaldferðalanga

26.11.2021 - 06:14
epa09604099 A prison van believed to be transporting Greg Lynn, departs from the Police Station in Sale, Victoria, Australia, 26 November 2021. Lynn, 55, is due in court after being charged with the murders of Victorian campers Russell Hill and Carol Clay, 20 months after they went missing.  EPA-EFE/JAMES ROSS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Hálfsextugur atvinnuflugmaður var handtekinn í Viktoríu-ríki í Ástralíu á mánudaginn var, grunaður um að hafa orðið tjaldferðalöngum á áttræðisaldri að bana í mars á síðasta ári.

BBC fjallar um málið. Greg Lynn sem sagður er starfa fyrir Jetstar, lággjaldaflugfélag í eigu ástralska flugfélagsins Qantas, var í morgun úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til réttarhöld hefjast yfir honum á næsta ári.

Hvarf Russell Hill og Carol Clay á ferðalagi um Victoria Alpine þjóðgarðinn 20. mars 2020 varð kveikjan að viðamestu mannhvarfsrannsókn í sögu ríkisins. Talið er að þau hafi verið myrt þann dag en þá fannst tjald þeirra brunnið til ösku í þjóðgarðinum en hvorki tangur né tetur af þeim.

Lynn var handtekinn á tjaldsvæði um 55 kílómetra þaðan en hann var mjög kunnugur svæðinu. Fjölskyldur þeirra Lynn og Clay hafa kallað eftir upplýsingum um möguleg afdrif þeirra undanfarna mánuði en leit heldur nú áfram að líkamsleifum þeirra.