Yfir 100.000 hafa dáið úr COVID-19 í Þýskalandi

25.11.2021 - 04:54
epa09600822 Acting German Minister of Finance and Social Democratic Party (SPD) top candidate for the federal elections Olaf Scholz during the presentation of the coalition contract in Berlin, Germany, 24 November 2021. Members of German parties Social Democrats (SPD), Free Democrats (FDP ) and Greens were leading talks since German federal elections took place on 26 September 2021. Olaf Scholz will head a three-party coalition with broad plans for Germany's transition to a green economy, under a deal to end 16 years of government led by Angela Merkel.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
Olaf Scholz, nýr kanslari Þýskalands, útilokar ekki skyldubólusetningu landsmanna gegn COVID-19 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þýskaland varð í gær fimmta Evrópuríkið þar sem fleiri en 100.000 manns hafa dáið úr COVID-19 svo staðfest sé. Samkvæmt gögnum Robert Koch-stofnunarinnar í Berlín, helstu farsóttar- og smitsjúkdómastofnunar þýskra heilbrigðisyfirvalda, lést 351 úr sjúkdómnum í Þýskalandi í gær. Þar með eru dauðsföllin orðin 100.119 frá upphafi faraldurs.

Smitum hefur fjölgað hratt í þessu fjölmennasta ríki Vestur-Evrópu í haust og hafa aldrei verið fleiri en síðustu daga og vikur. Gjörgæsludeildir sjúkrahúsa eru óðum að fyllast af fólki með COVID-19 og sumstaðar er álagið orðið það mikið að gripið hefur verið til þess ráðs að flytja COVID-19 sjúklinga til grannríkja.

Gripið til harðra aðgerða og enn harðari aðgerðir í kortunum

Strangari sóttvarnareglur voru innleiddar í Þýskalandi í liðinni viku. Þar á meðal er krafan um að fólk framvísi rafrænum heilsupassa, vilji það nýta sér almenningssamgöngur og sækja vinnu innan um annað fólk. Til að fá slíkan passa þarf fólk að vera fullbólusett, hafa fengið COVID-19 og náð sér eða framvísa nýju, neikvæðu COVID-19 prófi.

Sums staðar hefur verið gripið til enn róttækari aðgerða og mælt fyrir um lokanir kaffi- og veitingahúsa, kráa og skemmtistaða, kvikmyndahúsa og fleiri staða þar sem margir koma saman.

Þá hefur verðandi Þýskalandskanslari, Olaf Scholz, lýst sig fylgjandi skyldubólusetningu, en einungis um 2 af hverjum þremur Þjóðverjum á bólusetningaraldri hafa látið bólusetja sig til þessa.

Í Evrópu hafa auk Þýskalands Rússland (262.733), Bretland (144.728), Ítalía (133.415) og Frakkland (119.886) mátt horfa á eftir fleiri en 100.000 manns í gröfina af völdum COVID-19.