Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Víðtækar aðgerðir á Flúðum vegna smits í Flúðaskóla

25.11.2021 - 22:11
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Flúðaskóli verður lokaður á morgun, föstudag, sem og leikskólinn á Flúðum, sundlaugin, íþróttahúsið og tækjasalurinn, efitr að starfsmaður Flúðaskóla greindist með COVID-19. 

Grunnskólinn, íþróttahúsið og tækjasalurinn verða einnig lokuð á mánudag, og sundlaugin lokuð alla helgin. Ef ekki greinast fleiri smit á Flúðum verðu leikskólinn opinn á eðlilegum tíma strax eftir helgi og eins verður sundlaugin opnuð aftur á mánudag ef allt fer að óskum.

Íbúar á Flúðum er hvattir til að huga vel að smitvörnum og fylgjast vel með einkennum og vara strax í sýnatöku ef það fer að bera á einkennum.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV