Stór hópur starfsfólks Landspítala skimaður eftir smit

Mynd: RÚV / RÚV
Stór rakning stendur yfir vegna smits sem kom upp á Landspítalanum í gær. Hildur Helgadóttir, verkefnisstjóri hjá farsóttanefnd Landspítala, segir að málið verði rætt á rakningarfundi fyrir hádegi þar sem farið verði yfir atburði gærdagsins.

„Það greindist smit hjá inniliggjandi sjúklingi sem er ekki vitað ennþá hvaðan kom og við erum að skima í kring,“ sagði Hildur í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.  

„Það eru reyndar engir sjúklingar jákvæðir eftir skimun gærdagsins en í dag erum við að skima stóran hóp af starfsfólki. Þannig að við eigum eftir að sjá svona hvað verður úr þessu.“
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV